Sigöldufoss sést á ný á fullu afli 19. júlí 2009 18:52 Sigöldufoss, sem hvarf að mestu þegar Tungnaá var stífluð við Sigöldu fyrir aldarþriðjungi, er nú sýnilegur á ný í öllu sínu veldi. Áratugir gætu liðið áður en næsta tækifæri býðst til að sjá fossinn eins mikilúðlegan og hann verður næstu þrjár vikur.Þegar virkjað var við Sigöldu á árunum 1973 til 1977 var Tungnaá tekin úr sínum náttúrulega farvegi og sett í inntaksskurð og fallpípur niður í stöðvarhús til að framleiða raforku. En nú er búið að stöðva virkjunina vegna viðhaldsvinnu sem þýðir að Tungnaá er hleypt undir Sigöldustíflu og í gegnum botnrás sem skilar ánni allri á ný í sinn gamla farveg í Sigöldugljúfri. Þarna buna þessa dagana niður í gljúfrið um tvöhundruð rúmmetrar jökulvatns á hverri sekúndu. Fallhæð virkjunarinnar er 74 metrar sem dugar í 150 megavatta afl en alla þessa orku má nú sjá óbeislaða falla niður gljúfrið.Mesti krafturinn er í Sigöldufossi en svona magnaður hefur hann aðeins tvívegis sést eftir að virkjunin var gangsett, síðast fyrir sextán árum. Daði Viðar Loftsson, vinnslustjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði, segir að þótt alltaf sé eitthvað vatn á fossinum sé hann nú kröftugri en í eðlilegum rekstri virkjunarinnar.Sigöldufoss er um tíu metra hár og er vel aðgengilegur ferðamönnum. Fossinn er skammt ofan brúarinnar á leiðinni inn í Landmannalaugar. Hægt er aka að honum nánast alla leið á malbikuðum vegi úr Reykjavík, en þangað er tæplega tveggja stunda akstur úr borginni. Menn hafa tækifæri fram undir miðjan ágústmánuð til að sjá fossinn svona mikilfenglegan. Næsta tækifæri gefst hugsanlega ekki fyrr en eftir tuttugu ár eða svo. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sigöldufoss, sem hvarf að mestu þegar Tungnaá var stífluð við Sigöldu fyrir aldarþriðjungi, er nú sýnilegur á ný í öllu sínu veldi. Áratugir gætu liðið áður en næsta tækifæri býðst til að sjá fossinn eins mikilúðlegan og hann verður næstu þrjár vikur.Þegar virkjað var við Sigöldu á árunum 1973 til 1977 var Tungnaá tekin úr sínum náttúrulega farvegi og sett í inntaksskurð og fallpípur niður í stöðvarhús til að framleiða raforku. En nú er búið að stöðva virkjunina vegna viðhaldsvinnu sem þýðir að Tungnaá er hleypt undir Sigöldustíflu og í gegnum botnrás sem skilar ánni allri á ný í sinn gamla farveg í Sigöldugljúfri. Þarna buna þessa dagana niður í gljúfrið um tvöhundruð rúmmetrar jökulvatns á hverri sekúndu. Fallhæð virkjunarinnar er 74 metrar sem dugar í 150 megavatta afl en alla þessa orku má nú sjá óbeislaða falla niður gljúfrið.Mesti krafturinn er í Sigöldufossi en svona magnaður hefur hann aðeins tvívegis sést eftir að virkjunin var gangsett, síðast fyrir sextán árum. Daði Viðar Loftsson, vinnslustjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði, segir að þótt alltaf sé eitthvað vatn á fossinum sé hann nú kröftugri en í eðlilegum rekstri virkjunarinnar.Sigöldufoss er um tíu metra hár og er vel aðgengilegur ferðamönnum. Fossinn er skammt ofan brúarinnar á leiðinni inn í Landmannalaugar. Hægt er aka að honum nánast alla leið á malbikuðum vegi úr Reykjavík, en þangað er tæplega tveggja stunda akstur úr borginni. Menn hafa tækifæri fram undir miðjan ágústmánuð til að sjá fossinn svona mikilfenglegan. Næsta tækifæri gefst hugsanlega ekki fyrr en eftir tuttugu ár eða svo.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira