Sigöldufoss sést á ný á fullu afli 19. júlí 2009 18:52 Sigöldufoss, sem hvarf að mestu þegar Tungnaá var stífluð við Sigöldu fyrir aldarþriðjungi, er nú sýnilegur á ný í öllu sínu veldi. Áratugir gætu liðið áður en næsta tækifæri býðst til að sjá fossinn eins mikilúðlegan og hann verður næstu þrjár vikur.Þegar virkjað var við Sigöldu á árunum 1973 til 1977 var Tungnaá tekin úr sínum náttúrulega farvegi og sett í inntaksskurð og fallpípur niður í stöðvarhús til að framleiða raforku. En nú er búið að stöðva virkjunina vegna viðhaldsvinnu sem þýðir að Tungnaá er hleypt undir Sigöldustíflu og í gegnum botnrás sem skilar ánni allri á ný í sinn gamla farveg í Sigöldugljúfri. Þarna buna þessa dagana niður í gljúfrið um tvöhundruð rúmmetrar jökulvatns á hverri sekúndu. Fallhæð virkjunarinnar er 74 metrar sem dugar í 150 megavatta afl en alla þessa orku má nú sjá óbeislaða falla niður gljúfrið.Mesti krafturinn er í Sigöldufossi en svona magnaður hefur hann aðeins tvívegis sést eftir að virkjunin var gangsett, síðast fyrir sextán árum. Daði Viðar Loftsson, vinnslustjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði, segir að þótt alltaf sé eitthvað vatn á fossinum sé hann nú kröftugri en í eðlilegum rekstri virkjunarinnar.Sigöldufoss er um tíu metra hár og er vel aðgengilegur ferðamönnum. Fossinn er skammt ofan brúarinnar á leiðinni inn í Landmannalaugar. Hægt er aka að honum nánast alla leið á malbikuðum vegi úr Reykjavík, en þangað er tæplega tveggja stunda akstur úr borginni. Menn hafa tækifæri fram undir miðjan ágústmánuð til að sjá fossinn svona mikilfenglegan. Næsta tækifæri gefst hugsanlega ekki fyrr en eftir tuttugu ár eða svo. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Sigöldufoss, sem hvarf að mestu þegar Tungnaá var stífluð við Sigöldu fyrir aldarþriðjungi, er nú sýnilegur á ný í öllu sínu veldi. Áratugir gætu liðið áður en næsta tækifæri býðst til að sjá fossinn eins mikilúðlegan og hann verður næstu þrjár vikur.Þegar virkjað var við Sigöldu á árunum 1973 til 1977 var Tungnaá tekin úr sínum náttúrulega farvegi og sett í inntaksskurð og fallpípur niður í stöðvarhús til að framleiða raforku. En nú er búið að stöðva virkjunina vegna viðhaldsvinnu sem þýðir að Tungnaá er hleypt undir Sigöldustíflu og í gegnum botnrás sem skilar ánni allri á ný í sinn gamla farveg í Sigöldugljúfri. Þarna buna þessa dagana niður í gljúfrið um tvöhundruð rúmmetrar jökulvatns á hverri sekúndu. Fallhæð virkjunarinnar er 74 metrar sem dugar í 150 megavatta afl en alla þessa orku má nú sjá óbeislaða falla niður gljúfrið.Mesti krafturinn er í Sigöldufossi en svona magnaður hefur hann aðeins tvívegis sést eftir að virkjunin var gangsett, síðast fyrir sextán árum. Daði Viðar Loftsson, vinnslustjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði, segir að þótt alltaf sé eitthvað vatn á fossinum sé hann nú kröftugri en í eðlilegum rekstri virkjunarinnar.Sigöldufoss er um tíu metra hár og er vel aðgengilegur ferðamönnum. Fossinn er skammt ofan brúarinnar á leiðinni inn í Landmannalaugar. Hægt er aka að honum nánast alla leið á malbikuðum vegi úr Reykjavík, en þangað er tæplega tveggja stunda akstur úr borginni. Menn hafa tækifæri fram undir miðjan ágústmánuð til að sjá fossinn svona mikilfenglegan. Næsta tækifæri gefst hugsanlega ekki fyrr en eftir tuttugu ár eða svo.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira