Innlent

Sigmundur Davíð: Skemmtilegast að hafa hlut kynjanna jafnan

„Auðvitað  er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast hlut kynjanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýr forsætisráðherra, þegar hann var spurður út í ójafnt kynjahlutfall í nýrri ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, en 6 karlmenn eru ráðherrar, á móti þremur konum. Þannig fækkar um eina konu með nýrri ríkisstjórn. Hann bætti við að enginn hefði verið valinn í ríkisstjórnina vegna þess að viðkomandi var karlmaður en ekki kona.

Fréttamenn ræddu við Sigmund Davíð í Stjórnarráðshúsinu þar sem Jóhanna Sigurðardóttir afhenti honum lykla að húsinu.

Hún gaf eftirmanni sínum bók sem hafði áritað sem hún sagði fjalla um mikilvægi jöfnuðar, og bað hann um að hafa það að leiðarljósi í starfi.

Hægt er að horfa á viðtalið við Sigmund Davíð hér fyrir ofan, þar sem hann fer meðal annars yfir vonbrigði Vigdísar Hauksdóttur, sem var ósátt að fá ekki ráðherraembætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×