Innlent

Sigmundur Davíð: AGS blandar sér í íslensk stjórnmál

Sigmundur Davíð á tali við fjölmiðlafólk.
Sigmundur Davíð á tali við fjölmiðlafólk.
Framsóknarmenn undrast áfellisdóm formanns sendinefndar Alþjóðgjaldeyrissjóðsins yfir hugmyndum þeirra um 20 prósent niðurfellingu skulda. Formaður framsóknarflokksins sakar stjórnvöld um að beita sér í málinu.

Mark Flanagan, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að tillögur framsóknarmanna um 20 prósenta niðurfellingu skulda væru órauhæfar. Þær skiluðu litlu til þeirra sem mest skulda og væru of kostnaðarsamar fyrir ríkið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, undrast þessar yfirlýsingar Flanagan. Sigmundur fundaði með sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir stuttu þar sem hugmyndir framsóknarmanna voru meðal annars ræddar. Á þeim fundi hafði Flanagan ekkert út á tillögur framsóknarmanna að setja.

,,Hann tók fram að hans hlutverk væri að styðja við ríkjandi stjórnvöld á hverjum tíma. Maður verður að virða það. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því hvað Mark Flanagan hefur um málið að segja. Það hafa aðrir og meiri spekingar tjáð sig um þetta mál á öðruvísi nótum," segir Sigmundur Davíð.

Sigmundur segir að það hafi komið sér á óvart hversu afdráttarlaus Flanagan var í yfirlýsingum sínum. ,,Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er helst til mikið byrjaður að blanda sér í íslensk stjórnmál."

Sigmundur segist vita að það sé mikil áhersla lögð á það í forsætisráðuneytinu að kveða tillögur Framsóknarflokksins niður. Hann segir að svo virðist sem að stjórnvöld hafi pantað svör frá Flanagan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×