Sigmundur ætlar ekki að afhenda leyniskýrslurnar í bili Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2015 14:19 Birgitta spurði Sigmund hvort ekki væri tilefni til að hann afhendi þingnefndum leyniskýrslur kröfuhafa ef hann hefur þær undir höndum. Sigmundur sagði lítið mál fyrir þingmenn að nálgast þær. Vísir/Valli/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44