Siggi Raggi um vaxtakjör bankanna: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð“ ingvar haraldsson skrifar 16. október 2015 12:15 Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir íslensk vaxtakjör algjöra bilun. vísir/anton/stefán „Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lillestrøm í Noregi, í stöðufærslu sem hann deilir á Facebook.Siggi Raggi, eins og hann er jafnan kallaður, bendir á að sambærilegt húsnæðislán hjá Landsbankanum sé á sjö prósent vöxtum. Miðað við þær forsendur reiknast honum til að mánaðarleg afborgun af tuttugu milljón króna húsnæðisláni sé 141.476 krónur á Íslandi en 87.603 krónur í Noregi. „Munar sem sagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni. En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtagreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18,9 milljónum á þessum 25 árum,“ segir hann.Sjá einnig: „Er þetta banki eða er þetta glæpafélag?“ Siggi Raggi segir þetta einfaldlega kostnað Íslendinga af því að vera með íslenska krónu og bætir við að íslenskir pólitíkusar séu hræddir við að breyta kerfinu, þeir vilji ekki rugga bátnum. „Þetta finnst flestum stjórnmálamönnunum heima allt í lagi.“ Knattspyrnuþjálfarinn bætir svo við: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð og kjósa þá aftur og aftur. Bæta bara á sig aukavinnu.“Sjá einnig: Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Því sé ekki að undra að helmingur Íslendinga eigi minna en 750.000 krónur í hreinni eign. „Við erum að borga húsnæðisskuldir allt lífið líkt og foreldrar okkar. Bankarnir moka svo upp tugum ef ekki hundruðum milljarða í hagnað á hverju ári. Þetta er algjör bilun,“ segir hann að lokum.Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í aprí...Posted by Sigurður Ragnar Eyjólfsson on Sunday, October 4, 2015 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
„Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lillestrøm í Noregi, í stöðufærslu sem hann deilir á Facebook.Siggi Raggi, eins og hann er jafnan kallaður, bendir á að sambærilegt húsnæðislán hjá Landsbankanum sé á sjö prósent vöxtum. Miðað við þær forsendur reiknast honum til að mánaðarleg afborgun af tuttugu milljón króna húsnæðisláni sé 141.476 krónur á Íslandi en 87.603 krónur í Noregi. „Munar sem sagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni. En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtagreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18,9 milljónum á þessum 25 árum,“ segir hann.Sjá einnig: „Er þetta banki eða er þetta glæpafélag?“ Siggi Raggi segir þetta einfaldlega kostnað Íslendinga af því að vera með íslenska krónu og bætir við að íslenskir pólitíkusar séu hræddir við að breyta kerfinu, þeir vilji ekki rugga bátnum. „Þetta finnst flestum stjórnmálamönnunum heima allt í lagi.“ Knattspyrnuþjálfarinn bætir svo við: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð og kjósa þá aftur og aftur. Bæta bara á sig aukavinnu.“Sjá einnig: Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Því sé ekki að undra að helmingur Íslendinga eigi minna en 750.000 krónur í hreinni eign. „Við erum að borga húsnæðisskuldir allt lífið líkt og foreldrar okkar. Bankarnir moka svo upp tugum ef ekki hundruðum milljarða í hagnað á hverju ári. Þetta er algjör bilun,“ segir hann að lokum.Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í aprí...Posted by Sigurður Ragnar Eyjólfsson on Sunday, October 4, 2015
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira