Shawarma-stríð: Veitingamenn slást í miðbæ Reykjavíkur Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. apríl 2015 11:30 Eigandi Ali Baba ætlar að leggja fram kæru á hendur fimm mönnum, meðal annars eiganda Mandy sem er veitingastaður við hliðina á Ali Baba. Fréttablaðið/Stefán Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira