Sextíu prósent kvótans seld burt úr Þorlákshöfn á einu ári Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Fyrirvarar sem sveitarfélög hafa í lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð eru bara til málamynda, segir bæjarstjórn Ölfuss. Vísir/Rósa „Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
„Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira