Erlent

Sextíu látnir í sprengjuárás í mótmælagöngu í Kabúl

Atli Ísleifsson skrifar
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vísir/AFP
Sextíu manns hið minnsta eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir sjálfsvígssprengjuárás í mótmælagöngu í afgönsku höfuðborginni Kabúl fyrr í dag.

Talsmaður afganska heilbrigðisráðuneytisins greinir frá þessu í samtali við Reuters. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Þúsundir mótmælenda, aðallega Hasara og sjítar, höfðu komið saman til að krefjast þess að spennulína yrðu lögð um héraðið Bamiyan, einu vanþróaðasta héraði Afganistan.

Afganska ríkisstjórnin var með á dagskrá að leggja línuna um héraðið, en hafði nýverið lýst því yfir að hætt yrði við verkefnið í sparnaðarskyni.

Jawad Naji, einn skipuleggjenda göngunnar, segist hafa verið á meðal mótmælenda þegar hann heyrði mikla sprengingu. „Mjög margir eru látnir eða særðir. Ég er á áfalli,“ segir Naji í samtali við AFP.

Í frétt SVT kemur fram að Hasarar eru þriðja stærsta þjóðarbrotið í Afganistan og hafa um áratuga skeið sætt ofsóknum af öðrum hópum.

Uppfært 15:45:

Talsmaður afganskra yfirvalda segir að áttatíu manns hafi farist í árásinni og 231 særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×