Handbolti

Sex leikmenn skrifuðu undir við Akureyri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Frá vinstri: Sigþór Heimisson, Daníel Örn einarsson, Sverre Jakosson, Ingimundur Ingimundarson, Kristján Orri Jóhannsson og Elías Már Halldórsson
Frá vinstri: Sigþór Heimisson, Daníel Örn einarsson, Sverre Jakosson, Ingimundur Ingimundarson, Kristján Orri Jóhannsson og Elías Már Halldórsson mynd/þórir tryggvason
Akureyri handboltafélag gekk frá samningum við sex leikmenn í gær, en þar á meðal voru silfurdrengirnir SverreJakobsson og IngimundurIngimundarson.

Sverre kemur frá Gummersbach í Þýskalandi en Ingimundur frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Sverrir þjálfar einnig liðið ásamt HeimiÁrnasyni.

Daníel Örn Einarsson, hægri hornamaðurinn knái, er kominn aftur til Akureyrar frá KR og þá er Elías Már Halldórsson genginn í raðir liðsins frá Haukum. Hann spilar einnig hægra horn og getur leyst stöðu hægri skyttu.

Ljóst er að mikil barátta verður um stöðu hægri hornamanns hjá liðinu á næstu leiktíð því Kristján Orri Jóhannsson framlengdi einnig samning sinn við liðið og það sama gerði leikstjórnandinn Sigþór Árni Heimisson.

Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson mun einnig spila með Akureyri á næstu leiktíð, en fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu að hann sé væntanlegur til Akureyrar á næstu dögum.

Akureyringar ætla augljóslega að láta til sín taka í Olís-deildinni í vetur, en HlynurJóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins, boðaði breytingar þar á bæ í samtali við Vísi í apríl.

Akureyringar hafa verið við botn deildarinnar undanfarin tvö ár eftir gæfurík tímabil á undan því. Fyrir norðan vildu menn komast aftur í toppbaráttuna og það strax.

„Annaðhvort tökum við þátt í þessu af krafti á næsta ári eða hættum þessu. Það nennir enginn að standa í þessu rugli. Við erum búnir að sameina félögin en getum svo ekki verið með alvöru lið. Það er ekki boðlegt,“ sagði Hlynur Jóhannsson við Vísi í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×