Erlent

Setja fram ströng viðmið sem auðvelda brottvísun ólöglegra innflytjenda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á kosningafundi sínum í Flórída um helgina.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á kosningafundi sínum í Flórída um helgina. Vísir/Getty
Ríkisstjórn Trump hefur hert viðmið sem auðvelda yfirvöldum að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi. Viðmiðin eiga einnig að flýta fyrir brottvísunum.

Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að áhersla verði lögð á vísa ólöglegum innflytjendum sem hafa verið handteknir vegna umferðarlagabrota, búðaþjófnaðar eða sakfelldir fyrir alvarlegri glæpi frá Bandaríkjunum.

Reiknað er með að ráða tíu þúsund starfsmenn til starfa til viðbótar vegna innflytjendamála og fimm þúsund landamæraverði. Í frétt BBC segir að markmið ríkisstjórnar Trump sé að vísa á brott nánast öllum innflytjendum sem komið hafa til Bandaríkjanna á ólöglegan hátt.

Í hinum nýju viðmiðum kemur fram að ólöglegur innflytjendur þurfi að geta sýnt fram á að þeir hafi verið í Bandaríkjunum samfleytt í tvö ár hið minnnsta, ella geti yfirvöld flýtt brottvísun þeirra.

Viðmiðin ná til allra ólöglegra innflytjenda, nema þeirra sem komu til Bandaríkjanna sem börn. Þá er tekið fram að hætt skuli að sleppa ólöglegum innflytjendum lausum á landamærunum og að koma eigi þeim fyrir í gæslu á meðan mál þeirra verði tekin fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×