Setja 300 milljónir í íslenska leikjaframleiðandann Plain Vanilla 9. apríl 2013 14:30 Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent