Setja 300 milljónir í íslenska leikjaframleiðandann Plain Vanilla 9. apríl 2013 14:30 Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira