Handbolti

Selfoss skellti ÍBV og Fram slapp með skrekkinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fram og Selfoss eru bæði komin áfram í bikarnum.
Fram og Selfoss eru bæði komin áfram í bikarnum. vísir/ernir
Þrír leikir fóru fram í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, í dag. ÍBV er úr leik eftir dramatískan leik á Selfossi.

Eyjamenn töpuðu í framlengdum leik gegn Selfossi. Afar óvænt enda er ÍBV með mikið stórskotalið.

Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Selfoss og þeir Andri Már Sveinsson og Einar Sverrisson sex. Theodór Sigurbjörnsson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Sigurbergur Sveinsson átta.

Topplið 1. deildarinnar, Fjölnir, lét Olís-deildarlið Fram heldur betur hafa fyrir hlutunum. Fjölnir var einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en Fram náði að merja sigur að lokum, 27-28.

Brynjar Loftsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni í dag en Andri Þór Helgason skoraði tíu mörk fyrir Fram.

Úrslit:

Hvíti Riddarinn-HK  26-28

Fjölnir-Fram  27-28

Selfoss-ÍBV  33-32 (13-15, 28-28)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×