Segja tónlistarnámið í uppnámi 14. júní 2015 21:00 Fimmtán ára drengur, sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði í níu ár, þarf að flytja til Reykjavíkur til að leggja stund á framhaldsnám, verði hugmyndir Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Foreldrar hans hafa áhyggjur af stöðunni. Illugi viðraði á dögunum róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Þannig myndi allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist verða veitt einum tónlistarskóla í Reykjavík. Málið er enn á upphafsreit og engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingarnar. Ljóst er þó að ef af verður hefði það vítæk áhrif á þá tæplega 190 nemendur sem stunda tónlistarnám á framhaldstigi á landsbyggðinni. Þar á meðal er Pétur Ernir, fimmtán ára drengur sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði frá sex ára aldri. „Maður verður bara að flytjast til Reykjavíkur. Ekki það að það sé eitthvað þar sem maður vilji gera en það hljómar eins og það eina í stöðunni,“ segir Pétur Ernir. Hildur Pétursdóttir móðir hans tekur í sama streng. „Ef hann getur ekki stundað sitt píanónám hérna á Ísafirði, þá þýðir það að hann þarf að flytja til Reykjavíkur. Þetta er stór hluti af hans framtíðaráformum þannig að það er ekkert annað í boði en að senda hann í burtu fimmtán ára gamlan,“ segir hún. „Er það markmið hjá þessari ríkisstjórn að færa allt til Reykjavíkur? Þessi tillaga byggir á því að öll sveitarfélög á landinu þurfi að sjá um framhaldsnám í tónlist nema Reykjavík. Þau ætla að styrkja Reykjavík um tugi milljóna til að halda úti þessari kennslu en önnur sveitarfélög fá ekki neitt. Þetta er bara hluti af byggðarstefnunni. Þetta er hluti líka af jafnrétti til náms,“ bætir hún við. Fjölskyldan hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þó að Illugi segi að þetta muni ekki breyta framhaldsnáminu sem slíku þá hef ég bara enga trú á því. Ríkið kom inn í þessa kennslu með framlagi til þess að halda þessu gangandi. Ef það á að taka þetta framlag í burtu og færa það á einn stað sé ég ekki að tónlistarskólar á landinu geti staðið undir framhaldsnámi einir og sér. Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur,“ segir Svavar Guðmundsson faðir Péturs. Tengdar fréttir Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Fimmtán ára drengur, sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði í níu ár, þarf að flytja til Reykjavíkur til að leggja stund á framhaldsnám, verði hugmyndir Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Foreldrar hans hafa áhyggjur af stöðunni. Illugi viðraði á dögunum róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Þannig myndi allt fjármagn ríkisins sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist verða veitt einum tónlistarskóla í Reykjavík. Málið er enn á upphafsreit og engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingarnar. Ljóst er þó að ef af verður hefði það vítæk áhrif á þá tæplega 190 nemendur sem stunda tónlistarnám á framhaldstigi á landsbyggðinni. Þar á meðal er Pétur Ernir, fimmtán ára drengur sem hefur verið í píanónámi á Ísafirði frá sex ára aldri. „Maður verður bara að flytjast til Reykjavíkur. Ekki það að það sé eitthvað þar sem maður vilji gera en það hljómar eins og það eina í stöðunni,“ segir Pétur Ernir. Hildur Pétursdóttir móðir hans tekur í sama streng. „Ef hann getur ekki stundað sitt píanónám hérna á Ísafirði, þá þýðir það að hann þarf að flytja til Reykjavíkur. Þetta er stór hluti af hans framtíðaráformum þannig að það er ekkert annað í boði en að senda hann í burtu fimmtán ára gamlan,“ segir hún. „Er það markmið hjá þessari ríkisstjórn að færa allt til Reykjavíkur? Þessi tillaga byggir á því að öll sveitarfélög á landinu þurfi að sjá um framhaldsnám í tónlist nema Reykjavík. Þau ætla að styrkja Reykjavík um tugi milljóna til að halda úti þessari kennslu en önnur sveitarfélög fá ekki neitt. Þetta er bara hluti af byggðarstefnunni. Þetta er hluti líka af jafnrétti til náms,“ bætir hún við. Fjölskyldan hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þó að Illugi segi að þetta muni ekki breyta framhaldsnáminu sem slíku þá hef ég bara enga trú á því. Ríkið kom inn í þessa kennslu með framlagi til þess að halda þessu gangandi. Ef það á að taka þetta framlag í burtu og færa það á einn stað sé ég ekki að tónlistarskólar á landinu geti staðið undir framhaldsnámi einir og sér. Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur,“ segir Svavar Guðmundsson faðir Péturs.
Tengdar fréttir Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Segir nemendur og kennara munu hópast til Reykjavíkur „Ég hef þungar áhyggjur af þessu máli, ekki síst hvað varðar okkar skóla hér á Ísafirði sem og aðra tónlistarskóla úti á landi,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, um hugmyndir sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað – róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. 6. júní 2015 07:00