Innlent

Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólkið var í skipulagðri vélsleðaferð.
Fólkið var í skipulagðri vélsleðaferð. Vísir/VIlhelm
Forsvarsmenn fyrirtækisins Mountaineers of Iceland segja að ákveðið hafi verið að fara með ferðamenn í snjósleðaferð á Langjökul í gær vegna reynslu og þekkingar leiðsögumanna og hagstæðrar vindáttar. Þrátt fyrir að búið var að gefa út stormviðvörun. Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópinn þegar ákveðið var að stöðva vegna veðurs. Um 160 björgunarsveitarmenn leituðu þeirra í gær og fundust þau um klukkan níu í gær.

Í tilkynningu frá Mountaineers of Iceland segir að áður en farið hafi verið í ferðina hafi leiðsögumenn sem séu með samanlagða áratuga reynslu, farið á undan hópnum og kannað aðstæður, sem hafi reynst ágætar.

Mountaineers of Iceland tekur öryggi allra þeirra sem ferðast á vegum fyrirtækisins alvarlega og setur velferð ferðamanna ávallt í fyrsta sæti. Ferðamennirnir sýndu hárrétt viðbrögð með því að fara eftir leiðbeiningum sem gefnar höfðu verið í upphafi ferðar og bíða við vélsleðann um leið og þeir áttuðu sig á að þeir höfðu orðið viðskila við hópinn. Þessi viðbrögð má þakka góðum undirbúningi leiðsögumanna Mountaineers of Iceland áður en lagt er af stað í ferðina,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur segir að atvikið verði rannsakað gaumgæfilega, verklag skoðað og hvort eitthvað megi endurskoða.


Tengdar fréttir

Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni

Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g




Fleiri fréttir

Sjá meira


×