Segja fordæmalausar blekkingar vera í frumvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2014 07:00 Til að áhafnir flugvéla fái aðgangsheimild að haftasvæði flugverndar þurfa þær að hljóta jákvæða umsögn Ríkislögreglustjóra eftir bakgrunnsathugun embættisins. vísir/valli Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira