Segja fordæmalausar blekkingar vera í frumvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2014 07:00 Til að áhafnir flugvéla fái aðgangsheimild að haftasvæði flugverndar þurfa þær að hljóta jákvæða umsögn Ríkislögreglustjóra eftir bakgrunnsathugun embættisins. vísir/valli Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið. Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið.
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira