Erlent

Segja bréf May fela í sér hótanir

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Gagnrýnendur Theresu May á Breska þinginu hafa sakað hana  um blygðunarlausar hótanir í garð Evrópusambandsins. The Guardian greinir frá

May afhenti afhenti Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í morgun sem hrinti af stað tveggja ára úrsagnarferli Breta úr sambandinu.

Í bréfinu varaði May við því að ef samkomulag næðist ekki myndi slíkt veikja samstarf ríkjanna í baráttunni gegn glæpum og hryðjuverkum.

Framámenn í Brussel hafa einnig kvartað yfir orðum May.

Guy Verhofstadt, sem er milliliður Evrópuþingsins í Brexit-málinu, hefur lýst því yfir að meðlimir Evrópuþingsins myndu ekki sætta sig við tilraunir Breta til þess að tefla fram styrkleikum sínum á sviði hernaðar og leyniþjónustu í samingaviðræðunum. 

„Ég tel að öryggi borgaranna sé allt of mikilvægt til þess að sýsla svona með það.“

Gianni Pittella, meðlimur Evrópuþingsins tók undir með Verhofstadt.

„Það væri hneykslanlegt að spila svona með líf fólks í þessum samningaviðræðum. Theresa May byrjar ekki vel.“


Tengdar fréttir

Brexit – hvað gerist næst?

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB

Vonast eftir góðum samningi

Vill ekki aðild að Evrópska efnahagssvæðinu en vonast til að ná fríverslunarsamningi við ESB. Forseti leiðtogaráðs ESB segist strax ­byrjaður að sakna Bretlands. Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, er himinlifandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×