Viðskipti innlent

Segja að störfum gæti fækkað um 16 þúsund

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Daníel
Samtök atvinnulífsins segja að afleiðingarnar yrðu alvarlega fyrir fyrirtæki og heimili landsins, ef gengið verði að kröfum Starfsgreinasambands Ísland um 50 til 70 prósenta almennar launahækkanir á næstu þremur áru. Samkvæmt nýrri könnun meðal aðildarfyrirtækja SA myndu 55,4 prósent fyrirtækja neyðast til að bregðast við með fækkun starfsfólks og verulegri hækkun á verði fyrir vörur og þjónustu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

„Flestir stjórnendur eða 43,5%, gera ráð fyrir að fækkun starfsfólks verði á bilinu 5-15%, 31% gera ráð fyrir að fækkun starfsfólks verði á bilinu 16-30%, 10% stjórnenda gera ráð fyrir að fækka fólki um 31-50% og 4,8% fyrirtækja gera ráð fyrir að hætta starfsemi verði kröfur SGS að veruleika. Aðeins 10% stjórnenda telja að fækkunin verði innan við 5%,“ segir í tilkynningunni.

Hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni starfa 24 þúsund starfsmenn. Sé niðurtaða könnunarinnar yfirfærð á þau fyrirtæki gæti starfsmönnum fækkað um 14 prósent eða 3.400. SA segir að sé það fært yfir á almennan vinnumarkað fáist að starfsmönnum gæti fækkað um 16 þúsund.

Verðbólga hækki

Í tilkynningunni segir að áhrif 50 til 70 prósent launahækkana yrðu einnig mikil á verðlag. Alls 86 prósent stjórnenda segja að þeir myndu þurfa að hækka verða á vörum og þjónustu sinna fyrirtækja. Flestir eða 39 prósent þeirra, gera ráð fyrir að verðlag myndi hækka um fimm til fimmtán prósent. Tæpur þriðjungur gerir ráð fyrir 16 til 30 prósenta hækkun og 18 prósent þeirra gera ráð fyrir því að verðlag myndi hækka um 31 til 50 prósent.

Könnunin var tekin dagana 12. til 15. maí og var fjöldi svarenda 395.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×