Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur Valur Grettisson skrifar 5. nóvember 2010 13:41 William Hahne. „Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira