Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar dýrkeyptari en hrunið Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. apríl 2012 20:00 Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað." Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað."
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira