Erlent

Segir úrskurðinn ótvíræðan

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Julian Assange flutti ávarp frá sendiráði Ekvadors í London í gær.
Julian Assange flutti ávarp frá sendiráði Ekvadors í London í gær. Nordicphotos/AFP
Julian Assange segir úrskurð vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um óréttmætar fangelsanir ótvíræðan.

Orð breskra og sænskra stjórnvalda um að úrskurðurinn sé ekki marktækur sé þeim til minnkunar.

Bretar og Svíar hafa gagnrýnt úrskurðinn á þeim forsendum að dvöl Assange í sendiráði Ekvadors í London sé ekki varðhald, þar sem hann hafi sjálfur kosið að halda þar til í þeim tilgangi að forðast handtöku og framsal.

„Þetta breytir engu,“ sagði talsmaður breska utanríkisráðuneytisins. „Við vísum alfarið á bug öllum fullyrðingum um að Julian Assange sé fórnarlamb óréttmætrar fangelsunar.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×