Innlent

Segir tilefni til endurupptöku

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ekki hefur verið farið fram á formlega endurupptöku í ljósi þess hvort farið hafi verið manna­villt í Al Thani málinu svokallaða, en réttarstaða Ólafs Ólafs­son­ar er til skoðunar hjá verj­end­um hans.

Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, sem afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani málsins, skrifði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún segir að þegar rætt hafi verið um Óla í símtölum sem notuð voru sem sönnunargögn í málinu hafi eiginmanni hennar verið ruglað saman við lögfræðing með sama nafni.

Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður sem ræddi um Óla í umræddum símtölum, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hann hafi rætt um Ólaf Arinbjörn, sérfærðing í kauphallarmálum, en ekki Ólaf Ólafsson.

Björn Þorvaldsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara hafnar þessu alfarið og stendur fast á þeim skilningi Hæstaréttar að um Ólaf Ólafsson hafi verið að ræða í símtalinu. Þess utan séu miklu meira af gögnum í málinu sem bendi á hans aðkomu.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vann umsögn um þinglega meðferð málsins fyrir Ólaf Ólafsson og kynnti hana á fundi fyrir aðstandendur sakborninganna sem haldinn var í byrjun mars. Hann segir að ef að um villu sé að ræða geti það orðið forsenda þess að málið verði endurupptekið.

Við vitum ekki auðvitað hvaða áhrif þetta hefur haft á sakfellingu og refsiákvörðunina. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál, þegar svona stór þáttur í máli hæstaréttar reynist vera rangur, eftir því sem að vitnið segir sjálft. Þess vegna lítur þetta þannig út að ef að þarna er þessi misskilningur á ferðinni að það séu full efni til að endurupptaka málið.



Tengdar fréttir

Ljótt ef satt er

Stjórnarmaðurinn reynir að láta ekki fréttir eða aðra tímaþjófa spilla heimilisfriðinum á stórhátíðum. Þessa páskana var þó tvennt sem kom róti á hugann.

Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi

Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku.

Sýnir þörfina á millidómstigi

Saksóknari segir misskilning í niðurstöðu Hæstaréttar í Al Thani-málinu ekki hafa breytt niðurstöðunni, Ólafur Ólafsson hefði verið sakfelldur eftir sem áður. Þingmaður segir málið sýna mikilvægi millidómstigs.

Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar

Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi.

„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson

Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×