ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 11:10

Velta tveggja stćrstu bílaleiganna jókst um 1,5 milljarđa

VIĐSKIPTI

Segir stöđu sína aldrei hafa veriđ sterkari

 
Innlent
13:41 27. MARS 2016
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson. VÍSIR/ERNIR

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari. Þá segist hann ekkert rangt hafa gert. Sigurjón M. Egilsson ræddi við Sigmund Davíð um Wintris-málið svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér neðst.

Sigmundur segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að eiginkona hans ætti miklar eignir. Það hafi ekki legið fyrir, að mati allra, að hún hafi gefið þær allar upp. Hann segir það hins vegar hafa verið staðfest.

„Í öðru lagi er alveg ljóst að hún hefur, í öllum sínum ákvörðunum frá því að ég byrjaði í stjórnmálum, leitast við að forðast að skapa árekstra við stjórnmálastörf mín.

Aðspurður hvort að Sigmundur hefði ekki átt að tjá sig um þetta sjálfur, segir Sigmundur að svo hefði verið óeðlilegt. Hann spurði hvort að einhver annar stjórnmálamaður hefði gert það um maka sinn.

Sjá einnig: Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli

Sigmundur segist vonast til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu á þinginu. Hann hlakki til þess og óttist ekki slíka tillögu.

„Heldur betur ekki. Þetta er alveg kjörið tækifæri til þess að ræða árangur þessarar ríkisstjórnar. Hvaða árangri hún hefur náð og bera það saman við aðra og hverju þeir hafa skilað.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Segir stöđu sína aldrei hafa veriđ sterkari
Fara efst