Segir sérstakan saksóknara hegða sér eins og kúreki Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 15. maí 2010 18:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira