Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2016 13:29 "Spítalinn þolir ekki neina bið. Hann er í rauninni sprunginn eins og hver maður veit," segir Jóhannes. Visir/GVA Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala, segir starfsemi spítalans ekki þola nýja staðarvalsgreiningu eða frekari bið. Ummæli forsætisráðherra um að reisa eigi spítala við Vífilsstaði séu til þess fallin að skapa óöryggi og erfiðleika. „Ummælin eru mjög óvænt og skapa ákveðna erfiðleika. Það er búið að tala um þessa uppbyggingu við Hringbraut síðan upp úr árinu 2000 og ákvörðun lá fyrir árið 2001 eftir fyrstu skoðun. Síðan hefur þetta margoft verið skoðað og margoft verið í umræðunni,“ segir hann.Orð ráðherrans vegi þyngra en orð mannsins á götunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því fyrir fyrir helgi að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboði Garðabæjar um að ráðast í uppbyggingu nýs Landspítala við Vífilsstaði. Hann sagðist alltaf hafa haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðaruppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Þetta er náttúrulega mjög óþægilegt gagnvart framkvæmdinni þegar hún er í rauninni komin af stað, að þetta komi úr þessari átt. Þetta eru þyngri orð heldur en kannski mannsins á götunni. Það er auðvitað og eðlilega skoðanamunur um það hvar eigi að byggja upp svona stórar stofnanir en það er búið að vinna að þessu í öll þessi ár og þetta veldur óöryggi,“ segir Jóhannes. Allar staðsetningar hafi sína kosti og galla og ótækt sé að frekari bið verði á framkvæmdunum.Þolir enga bið „Spítalinn þolir ekki neina bið. Hann er í rauninni sprunginn eins og hver maður veit. Ef það væri farið að byrja upp á nýtt með nýju þrasi um staðsetningu, því það verður auðvitað alltaf. Það eru allar staðsetningar sem hafa einhverja ókosti og einhverja kosti. Það yrði þá nýtt mat á því með öllum þeim ótal skoðunum sem fólk virðist nú hafa á flestum hlutum, jafnvel þó það hafi ekki kynnt sér staðreyndirnar mjög mikið. En ég held að starfsemin þoli það ekki að þetta dragist eitthvað. Við erum fallin á tíma með þetta. Spítalinn er sprunginn.“ Sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að nýjan spítala eigi að reisa við Hringbraut. „Það sem kannski vegur þyngst að mínu mati eru akkúrat tengslin við þetta háskólaumhverfi sem þarna er og tengslin við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og þær greinar sem eru í Háskólanum í Reykjavík sem tengjast þessari starfsemi er megin ástæðan fyrir því að hann sé best settur þarna.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að fyrst þyrfti þingflokkurinn að fara yfir þessi mál, sem eflaust verði í dag eða næstu daga. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Forstjóri Landspítala segir það stórhættulegt að tefja frekar byggingu nýs sjúkrahúss 11. mars 2016 20:15 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala, segir starfsemi spítalans ekki þola nýja staðarvalsgreiningu eða frekari bið. Ummæli forsætisráðherra um að reisa eigi spítala við Vífilsstaði séu til þess fallin að skapa óöryggi og erfiðleika. „Ummælin eru mjög óvænt og skapa ákveðna erfiðleika. Það er búið að tala um þessa uppbyggingu við Hringbraut síðan upp úr árinu 2000 og ákvörðun lá fyrir árið 2001 eftir fyrstu skoðun. Síðan hefur þetta margoft verið skoðað og margoft verið í umræðunni,“ segir hann.Orð ráðherrans vegi þyngra en orð mannsins á götunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því fyrir fyrir helgi að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboði Garðabæjar um að ráðast í uppbyggingu nýs Landspítala við Vífilsstaði. Hann sagðist alltaf hafa haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðaruppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Þetta er náttúrulega mjög óþægilegt gagnvart framkvæmdinni þegar hún er í rauninni komin af stað, að þetta komi úr þessari átt. Þetta eru þyngri orð heldur en kannski mannsins á götunni. Það er auðvitað og eðlilega skoðanamunur um það hvar eigi að byggja upp svona stórar stofnanir en það er búið að vinna að þessu í öll þessi ár og þetta veldur óöryggi,“ segir Jóhannes. Allar staðsetningar hafi sína kosti og galla og ótækt sé að frekari bið verði á framkvæmdunum.Þolir enga bið „Spítalinn þolir ekki neina bið. Hann er í rauninni sprunginn eins og hver maður veit. Ef það væri farið að byrja upp á nýtt með nýju þrasi um staðsetningu, því það verður auðvitað alltaf. Það eru allar staðsetningar sem hafa einhverja ókosti og einhverja kosti. Það yrði þá nýtt mat á því með öllum þeim ótal skoðunum sem fólk virðist nú hafa á flestum hlutum, jafnvel þó það hafi ekki kynnt sér staðreyndirnar mjög mikið. En ég held að starfsemin þoli það ekki að þetta dragist eitthvað. Við erum fallin á tíma með þetta. Spítalinn er sprunginn.“ Sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að nýjan spítala eigi að reisa við Hringbraut. „Það sem kannski vegur þyngst að mínu mati eru akkúrat tengslin við þetta háskólaumhverfi sem þarna er og tengslin við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og þær greinar sem eru í Háskólanum í Reykjavík sem tengjast þessari starfsemi er megin ástæðan fyrir því að hann sé best settur þarna.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að fyrst þyrfti þingflokkurinn að fara yfir þessi mál, sem eflaust verði í dag eða næstu daga.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Forstjóri Landspítala segir það stórhættulegt að tefja frekar byggingu nýs sjúkrahúss 11. mars 2016 20:15 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Forstjóri Landspítala segir það stórhættulegt að tefja frekar byggingu nýs sjúkrahúss 11. mars 2016 20:15
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39