Viðskipti innlent

Segir óþarft að banna notkun transfitusýra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Opinber íhlutun vegna notkunar transfitusýra í matvælum er óþörf, segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, í samtali við Vísi. Gæðabakstur framleiðir meðal annars ömmukleinur og kleinuhringi.

Vilhjálmur segir að Gæðabakstur hafi unnið að því í gegnum árin að hafa framleiðslu sína eins fitulitla og hægt er. „Við erum með transfitulausa feiti núna sem við erum að prófa," segir Vilhjálmur. Spurningin sé bara hvaða feiti eigi að nota. Valið standi á milli kókosfeiti og jurtafeiti. „Gæðabakstur er að vinna í því að finna rétta feiti sem samræmast því bragði og þeim gæðum sem við höfum hingað til staðið fyrir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða verði væntanlega komin um áramót. „Við höfum verið að nota þessa kókosolíu og okkur líst svolítið vel á hana," segir Vilhjálmur.

Í samtali við Vísi á mánudag sagðist landlæknir styðja hugmyndir þess efnis að notkun transfitusýra yrði bönnuð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti svo reglugerð þessa efnis í gær að notkun slíkrar fitu yrði takmörkuð. Myllan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að allar vörur Myllunnar innihalda undir 1% af transfitusýrum, og hafa verið undir 2% í hið minnsta fjögur ár.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×