Segir norsku-aðferðina henta vel Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. júlí 2013 20:00 Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira