Segir norsku-aðferðina henta vel Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. júlí 2013 20:00 Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira