Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2013 18:38 Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það." Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það."
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira