Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2015 09:00 Meðal annars var því mótmælt að lög hafi verið sett á verkföll og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð. Mynd/Stöð2 Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum