Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2015 09:00 Meðal annars var því mótmælt að lög hafi verið sett á verkföll og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð. Mynd/Stöð2 Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira