Viðskipti innlent

Segir misráðið að fjölga seðlabankastjórum í þrjá

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics.
Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics. Vísir/GVA
Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics, segir það misráðið að fjölga seðlabankastjórum í þrjá, eins og nefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands leggur til.

Jón var meðal viðmælenda Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meðal þess sem var rætt voru tillögur sem sem nefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands leggur til í skýrslu og frumvarpstillögum sem hún hefur skilað fjármála- og efnahagsráðherra.

„Eftir að hafa hugsað mikið um málið og rætt þetta við nokkra aðila að þá er þessi skýrsla og greinargerð ekki mjög vönduð. Það eru alls kyns vankantar á þessu en kannski helst tveir. Aðallega fjöldi stjóranna og hitt sem eru hæfniskröfurnar sem er aðeins.”

Jón benti á að alls staðar í stjórnkerfinu og atvinnulífinu væri gert ráð fyrir einum forystumanni eða leiðtoga. Mönnum þætti til dæmis einkennilegt í þessu samhengi ef skipstjórum væri fjölgað í þrjá.

„Fyrir mér er þetta alveg skýrt að það á að vera einn seðlabankastjóri og tveir eða þrír undirmenn hans. Það er svo hægt að skilgreina það nákvæmlega hvernig valdahlutfallið er á milli þessara manna.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×