Segir milljarða arðgreiðslur ekki koma veiðigjöldum við Svavar Hávarðarson skrifar 22. nóvember 2014 11:45 Arðgreiðslur voru tvöfalt hærri en greiðslur veiðigjalda hjá HB Granda í fyrra. Vísir/Stefán „Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“ Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“
Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25
Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent