Segir milljarða arðgreiðslur ekki koma veiðigjöldum við Svavar Hávarðarson skrifar 22. nóvember 2014 11:45 Arðgreiðslur voru tvöfalt hærri en greiðslur veiðigjalda hjá HB Granda í fyrra. Vísir/Stefán „Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“ Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
„Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“
Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25
Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00