Segir lög um ættleiðingar samkynhneigðra ekki hafa náð að þjóna tilgangi sínum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2013 18:23 Anna Pála vonast til að hægt verði að gera sameiginlegt átak í ættleiðingarmálum samkynhneigðra. „Þetta eru náttúrulega upplýsingar sem koma mér ekki á óvart og okkur sem höfum verið að rótast í þessu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, um svar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn um ættleiðingar samkynhneigðra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi fyrirspurnina, og í svari Ögmundar kom fram að ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn frá því að Alþingi setti lög sem heimila slíkar ættleiðingar árið 2006. „Það er gott að fá staðfestingu á að þetta sé svona. Þegar við vitum að lögin hafa ekki náð að þjóna tilgangi sínum þarf að bæta um betur og tryggja að þau komist í framkvæmd," segir Anna Pála, en bætir því við að svo það geti orðið að veruleika þurfi stjórnvöld að gera ættleiðingarsamning við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra. Í svari Ögmundar segir að hann hafi ekki haft frumkvæði að því að kanna hjá öðrum ríkjum hvort að vilji sé fyrir því að koma á samkomulagi um frumættleiðingar á börnum til samkynhneigðra hér á landi, en óski löggilt ættleiðingafélög hér á landi eftir því, muni ráðherra veita liðsinni sitt við að koma slíku samstarfi á. „Það er frábært að heyra Ögmund segja þetta. Hjá Íslenskri ættleiðingu hefur samkynhneigt par lengi beðið eftir því að eitthvað fari að gerast, en ég held að ástæðan fyrir því að þessi pör eru ekki fleiri sé einfaldlega sú að fólk sér ekki tilganginn í því að borga há umsýslugjöld, vitandi það að samningur sé ekki fyrir hendi. Það sem ég vonast til er að það verði hægt að gera sameiginlegt átak í þessu og það væri þá eitthvað sem stjórnvöld gætu með pólitískum vilja haft áhrif á. Svo er spurning hvort það sé ekki hægt að vinna þetta með Íslenskri ættleiðingu þannig að þessi lög frá 2006 fari nú að virka." Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega upplýsingar sem koma mér ekki á óvart og okkur sem höfum verið að rótast í þessu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, um svar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn um ættleiðingar samkynhneigðra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi fyrirspurnina, og í svari Ögmundar kom fram að ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn frá því að Alþingi setti lög sem heimila slíkar ættleiðingar árið 2006. „Það er gott að fá staðfestingu á að þetta sé svona. Þegar við vitum að lögin hafa ekki náð að þjóna tilgangi sínum þarf að bæta um betur og tryggja að þau komist í framkvæmd," segir Anna Pála, en bætir því við að svo það geti orðið að veruleika þurfi stjórnvöld að gera ættleiðingarsamning við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra. Í svari Ögmundar segir að hann hafi ekki haft frumkvæði að því að kanna hjá öðrum ríkjum hvort að vilji sé fyrir því að koma á samkomulagi um frumættleiðingar á börnum til samkynhneigðra hér á landi, en óski löggilt ættleiðingafélög hér á landi eftir því, muni ráðherra veita liðsinni sitt við að koma slíku samstarfi á. „Það er frábært að heyra Ögmund segja þetta. Hjá Íslenskri ættleiðingu hefur samkynhneigt par lengi beðið eftir því að eitthvað fari að gerast, en ég held að ástæðan fyrir því að þessi pör eru ekki fleiri sé einfaldlega sú að fólk sér ekki tilganginn í því að borga há umsýslugjöld, vitandi það að samningur sé ekki fyrir hendi. Það sem ég vonast til er að það verði hægt að gera sameiginlegt átak í þessu og það væri þá eitthvað sem stjórnvöld gætu með pólitískum vilja haft áhrif á. Svo er spurning hvort það sé ekki hægt að vinna þetta með Íslenskri ættleiðingu þannig að þessi lög frá 2006 fari nú að virka."
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent