Segir lausnina að tryggja ungu fólki ódýrar lóðir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 13:49 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira