Segir hátt í 170 hafa séð fljúgandi furðuhluti á Íslandi 22. apríl 2013 21:54 Magnús Skarphéðinsson, formaður félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, segir að hann hafi skráð um 170 reynslusögur einstaklinga á Íslandi sem hafa séð fljúgandi furðuhluti. Þar af séu um 30 frásagnir mjög nákvæmar. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem rætt var við Magnús í tilefni af því að heimildarmyndin Sirius var frumsýnd í dag. Myndin hefur vakið heimsathygli þar sem aðstandendur myndarinnar, hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna, fullyrða að smávaxin geimvera hafi fundist í eyðimörkinni í Síle. Framleiðendur myndarinnar halda því fram að geimveran sé ævaforn og afar smávaxin í þokkabót, eða fimmtán sentímetrar. Í heimildarmyndinni er jafnframt rýnt í erfðaefni verunnar en kvikmyndagerðarmennirnir fullyrða að genamengi hennar eigi ekki hliðstæðu í náttúru jarðarinnar. Magnús segir í Síðdegisútvarpinu að hann fagni því að vönduð heimildarmynd hafi verið gerð um málefnið og bætir við að það sé í raun undarlegt að menn skuli telja nokkurn vafa á því að það sé líf á öðrum hnöttum þar sem frásagnir um heimsóknir vera frá öðrum plánetu séu milljónir talsins. Magnús segir að á Íslandi hafi hann tekið saman á milli 160 og 170 frásagnir. Um sannleiksgildi þeirra segir hann að viðtölin séu tekin upp og svo rætt aftur við vitni ári síðar. Þannig sé hægt að sannreyna frásagnir ef smáatriðin stemma í hvert skiptið sem viðtölin eru tekin. Hann segir raunar helming vitnisburðanna fjalla um ljós á næturhimninum, sem hann telur líklegast fljúgandi furðuhluti. „En svo eru til frásagnir eins og þegar Alda Jónsdóttir og maður hennar sáu á Norðlingabrautinni þrjá silfurlitaða diska koma yfir rauðavatnið, þeir stoppuðu þar í smástund og skutust svo í burtu,“ segir Magnús. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, segir að hann hafi skráð um 170 reynslusögur einstaklinga á Íslandi sem hafa séð fljúgandi furðuhluti. Þar af séu um 30 frásagnir mjög nákvæmar. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem rætt var við Magnús í tilefni af því að heimildarmyndin Sirius var frumsýnd í dag. Myndin hefur vakið heimsathygli þar sem aðstandendur myndarinnar, hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna, fullyrða að smávaxin geimvera hafi fundist í eyðimörkinni í Síle. Framleiðendur myndarinnar halda því fram að geimveran sé ævaforn og afar smávaxin í þokkabót, eða fimmtán sentímetrar. Í heimildarmyndinni er jafnframt rýnt í erfðaefni verunnar en kvikmyndagerðarmennirnir fullyrða að genamengi hennar eigi ekki hliðstæðu í náttúru jarðarinnar. Magnús segir í Síðdegisútvarpinu að hann fagni því að vönduð heimildarmynd hafi verið gerð um málefnið og bætir við að það sé í raun undarlegt að menn skuli telja nokkurn vafa á því að það sé líf á öðrum hnöttum þar sem frásagnir um heimsóknir vera frá öðrum plánetu séu milljónir talsins. Magnús segir að á Íslandi hafi hann tekið saman á milli 160 og 170 frásagnir. Um sannleiksgildi þeirra segir hann að viðtölin séu tekin upp og svo rætt aftur við vitni ári síðar. Þannig sé hægt að sannreyna frásagnir ef smáatriðin stemma í hvert skiptið sem viðtölin eru tekin. Hann segir raunar helming vitnisburðanna fjalla um ljós á næturhimninum, sem hann telur líklegast fljúgandi furðuhluti. „En svo eru til frásagnir eins og þegar Alda Jónsdóttir og maður hennar sáu á Norðlingabrautinni þrjá silfurlitaða diska koma yfir rauðavatnið, þeir stoppuðu þar í smástund og skutust svo í burtu,“ segir Magnús. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira