Innlent

Segir embættismenn hafa ánetjast ESB

gagnrýninn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gagnrýnir embættismannakerfið fyrir sífelldar ferðir til Brussel, með tilheyrandi ferða- og uppihaldskostnaði sem lendi á ríkinu.fréttablaðið/gva
gagnrýninn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gagnrýnir embættismannakerfið fyrir sífelldar ferðir til Brussel, með tilheyrandi ferða- og uppihaldskostnaði sem lendi á ríkinu.fréttablaðið/gva
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áhyggjur af því að stofnanaveldið, eins og hann orðaði það, hafi ánetjast Evrópusambandinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni undir glymjandi bjölluhljómi forseta Alþingis í gær, en ráðherra var kominn þó nokkuð fram yfir tímamörk sín.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði innanríkisráðherra út í skoðun hans á styrkveitingum Evrópusambandsins. Ásmundur las upp úr gömlum greinum Ögmundar þar sem hann lýsti aðlögunarstyrkjum við „glerperlur og eldvatn til að glæða áhuga okkar á að sitja til borðs í Brussel".

Ögmundur sagði, á þingi í gær, að þar sem verið væri að ræða um eldvatnið, hefði hann mestar áhyggjur af stofnanakerfinu. Hann spurði hvernig á því stæði að það væri algeng regla að þegar samningar væru bornir upp innan ESB væru verkalýðshreyfingin, atvinnurekendasamtök og stjórnsýsla hlynnt, en almenningur á móti.

„Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma, viku eftir viku eftir viku, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem menn halda til á kostnað ríkisins.

Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir.

Fleiri ferðir, fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu."

kolbeinn@frettabladid.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×