Segir aðgerðirnar bitna mest á höfuðborgarsvæðinu VG skrifar 25. maí 2012 16:33 MYND „Þessar aðgerðir bitna mest á höfuðborgarsvæðinu, meirihluti þeirra sem láta af störfum eru þaðan, það er því ekki rétt að aðgerðirnar bitni verst á landsbyggðinni," segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, en mikil óánægja er með hagræðingaraðgerðir Landsbankans úti á landi þar sem til stendur að loka útibúum bankans og sameina öðrum. Þannig gagnrýndi Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna sameininguna og sagði hana meðal annars bitna harkalega á byggðarlögum úti á landi sem standa höllum fæti. Kristján segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði sameinuð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bankans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðarfirði. Þá verður útibú í Árbæ sameinað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ. Í þessum hagræðingaraðgerðum munu 50 manns missa vinnuna hjá bankanum. Kristján segir að það liggi í augum uppi að útibúakerfið sé áratugagamalt afar fáir starfsmenn sem hafi unnið í smæstu útibúunum. Hann segir það frekar í hag sveitarfélaga að útibú séu styrkt með þessum hætti og störf sköpuð sem krefjast frekari þekkingar. „Svo hafa einfaldlega orðið ótrúlegar framfarir í tæknimálum. 80 prósent viðskiptavina okkar stunda sín viðskipti við bankann með rafrænu hætti," segir Kristján. Hann bætir við að bankinn hafi fundað með bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem til stendur að leggja niður og sameina útibú. Hann segir að þar hafi verið skilningur á aðgerðunum. „En það er fullur skilningur á því að menn reyni að verja sín heimahéröð," segir Kristján en meðal þeirra sem eru afar ósáttir við breytingarnar er Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, sem hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. Kristján segir að eftir að Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík hafi það verið einsýnt að breytinga væri þörf. „Launakostnaður er stærsti hluti af rekstri bankans. Og það er náttúrulega þannig að smáar einingar eru reknar með tapi," útskýrir Kristján að lokum. Tengdar fréttir Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21 Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Þessar aðgerðir bitna mest á höfuðborgarsvæðinu, meirihluti þeirra sem láta af störfum eru þaðan, það er því ekki rétt að aðgerðirnar bitni verst á landsbyggðinni," segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, en mikil óánægja er með hagræðingaraðgerðir Landsbankans úti á landi þar sem til stendur að loka útibúum bankans og sameina öðrum. Þannig gagnrýndi Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna sameininguna og sagði hana meðal annars bitna harkalega á byggðarlögum úti á landi sem standa höllum fæti. Kristján segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði sameinuð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bankans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðarfirði. Þá verður útibú í Árbæ sameinað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ. Í þessum hagræðingaraðgerðum munu 50 manns missa vinnuna hjá bankanum. Kristján segir að það liggi í augum uppi að útibúakerfið sé áratugagamalt afar fáir starfsmenn sem hafi unnið í smæstu útibúunum. Hann segir það frekar í hag sveitarfélaga að útibú séu styrkt með þessum hætti og störf sköpuð sem krefjast frekari þekkingar. „Svo hafa einfaldlega orðið ótrúlegar framfarir í tæknimálum. 80 prósent viðskiptavina okkar stunda sín viðskipti við bankann með rafrænu hætti," segir Kristján. Hann bætir við að bankinn hafi fundað með bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem til stendur að leggja niður og sameina útibú. Hann segir að þar hafi verið skilningur á aðgerðunum. „En það er fullur skilningur á því að menn reyni að verja sín heimahéröð," segir Kristján en meðal þeirra sem eru afar ósáttir við breytingarnar er Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, sem hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. Kristján segir að eftir að Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík hafi það verið einsýnt að breytinga væri þörf. „Launakostnaður er stærsti hluti af rekstri bankans. Og það er náttúrulega þannig að smáar einingar eru reknar með tapi," útskýrir Kristján að lokum.
Tengdar fréttir Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21 Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21
Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37