Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Sæunn Gísladóttir skrifar 10. mars 2016 07:00 Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira