Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Sæunn Gísladóttir skrifar 10. mars 2016 07:00 Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira