Segir aðgengi 25 ára og eldri að framhaldsskólum skerðast Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. september 2014 10:00 Stjórn Kennarasambands Íslands segir styrk íslenska framhaldsskólans hafa falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. VÍSIR/GVA Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“ Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Aðgengi eldri nemenda að framhaldsskólum landsins verður skert samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár. Ég finn engar mótvægisaðgerðir í fjárliðum sem tengjast símenntun og fullorðinsfræðslu. Þessir liðir hækka ekki á móti. Þessi úrræði eru auk þess miklu dýrari en framhaldsskólinn.“Guðríður ArnardóttirGuðríður bendir jafnframt á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar síðastliðnum hafi komið fram að framlög til framhaldsskólanna hafi dregist saman um 2 milljarða frá 2008 til 2012. Þar komi einnig fram að bæði fulltrúar menntamálaráðuneytisins og framhaldsskólanna séu á einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. „Í fjárlagafrumvarpinu er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði, meðal annars á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7 prósent strax á næsta ári. Ólíklegt er að skólar nái að bregðast við þessari kröfu strax um áramót. Þetta mun leggjast á af tvöföldum þunga á haustönn,“ segir Guðríður. Fulltrúar Kennarasambands Íslands voru ekki boðaðir til samráðs um tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra sem lögð var fram í vor, að því er Guðríður greinir frá. „Við höfum beðið eftir því að vera boðuð til samráðs. Í Hvítbókinni eru lagðar fram tillögur sem menntamálaráðherra segir að séu umræðugrundvöllur. Það er sérkennilegt að sjá fyrir sér vinnu við stefnumótun í menntamálum þegar fulltrúar 10 þúsunda manna stéttarfélags fagmanna á öllum skólastigum eru ekki kallaðir að borðinu. Með þessari skerðingu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu sýnist mér að búið sé að taka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Stefnan sem lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu er algjör viðsnúningur.“
Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira