Segir að upplýsingum hafi verið leynt 4. júní 2010 04:00 Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur að lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá standi fyrirtækinu fyrir þrifum þegar leitað hafi verið eftir nýju lánsfé, bæði innanlands og utan. fréttablaðið/gva „Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira