Segir að upplýsingum hafi verið leynt 4. júní 2010 04:00 Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur að lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá standi fyrirtækinu fyrir þrifum þegar leitað hafi verið eftir nýju lánsfé, bæði innanlands og utan. fréttablaðið/gva „Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira