Segir að upplýsingum hafi verið leynt 4. júní 2010 04:00 Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur að lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá standi fyrirtækinu fyrir þrifum þegar leitað hafi verið eftir nýju lánsfé, bæði innanlands og utan. fréttablaðið/gva „Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
„Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira