Segir að ekki þurfi að hræðast erlenda menntun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Margrét Steinarsdóttir. Fréttablaðið/GVA Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“ Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira