Segir að ekki þurfi að hræðast erlenda menntun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Margrét Steinarsdóttir. Fréttablaðið/GVA Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira