Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri segir viðskiptalíkan ÍLS ekki ganga upp

Frá fundi nefndarinnar í morgun.
Frá fundi nefndarinnar í morgun.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að viðskiptalíkan Íbúðalánasjóðs „gangi augljóslega ekki upp" í núverandi umhverfi og það sé spurning hvort hann eigi að starfa áfram með sama hætti til framtíðar. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun, þar sem Már og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur eru gestir á fundi nefndarinnar.

Már sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti aukið eigið fé til að starfa áfram en hugsanlega væri tilgangslaust að leggja honum til aukið eigið fé ef viðskiptamódelið gengur ekki upp.

Á fundinum ræddu Már og Þórarinn störf peningastefnunefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×