Lífið

Fréttamynd

Sam­bæri­legt því að spila með Real Madrid

„Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason sem hefur farið eigin leiðir og verið óhræddur við að ögra sér. Ari Bragi, sem er fyrrum spretthlaupari og afreksíþróttamaður, ræddi við blaðamann um ævintýralegt líf sitt í Danmörku þar sem hann vinnur með mörgu af fremsta tónlistarfólki Skandinavíu.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrir­mynd Lucy úr Narníu látin

Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu.

Lífið
Fréttamynd

Ó­jöfn verka­skipting: Ég er út­keyrð og hef engan á­huga á kyn­lífi

Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?”

Lífið
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingurinn sem gerðist kúabóndi

„Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni.

Lífið
Fréttamynd

Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi

Latibær fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í Háskólabíói í janúar og býður börnum og fjölskyldum þeirra að fagna með sér. Nú hefur hulunni verið svipt af því hverjir það eru sem fara með hlutverk persónanna sígildu.

Lífið
Fréttamynd

Þegar Dorrit var for­seta­frú

Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Hall­dóra snýr aftur til Tenerife

Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var búinn að syrgja þetta líf“

„Mér fannst þetta sérstaklega erfitt því ég upplifði að ég væri svo nálægt draumunum en samt svo langt frá,“ segir Pétur Ernir Svavarsson lífskúnstner með meiru. Pétur Ernir er 25 ára gamall leikari og tónlistarmaður sem er sprenglærður í listum en upplifði brostna drauma í Bretlandi, ákvað að flytja heim til Íslands og flaug inn í læknanám. Í kjölfarið fékk hann hlutverk í stærstu sýningu landsins en blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf og ævintýri undanfarinna ára.

Lífið
Fréttamynd

Bjóða til sögu­legrar tölvuleikjaveislu

Íslenskum tölvuleikjaiðnaði verður gert hátt undir höfði um helgina en á laugardag safnast íslensk tölvuleikjafyrirtæki saman og bjóða áhugasömum Íslendingum að kynna sér leiki, bæði þá sem hafa þegar verið gefnir út og þá sem eru í vinnslu. Samhliða þessu verður íslenskum tölvuleikjum gert hátt undir höfði á Steam sem er stærsti leikjavettvangur í heimi og lykilaðili í dreifingu og sölu tölvuleikja.

Lífið
Fréttamynd

Hrátt og sjarmerandi ein­býlis­hús listapars í Höfnum

Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Allt um brjóstastækkun Simone Biles

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er óhrædd við að hleypa fylgjendum sínum inn í líf sitt. Í nýlegu TikTok-myndbandi deildi hún ítarlegum upplýsingum um brjóstastækkunina sem hún gekkst undir í júní á þessu ári eftir fyrirspurnir frá fylgjendum.

Lífið
Fréttamynd

„Skref í rétta átt“ en ekki út­séð um þátt­töku Ís­lands

Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku.

Lífið
Fréttamynd

Breyta reglum um at­kvæða­greiðslu og kynningu laga í Euro­vision

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. 

Lífið
Fréttamynd

Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akur­eyri rauða

Guðmundur Birki Pálmason, kírópraktor og eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, fór ásamt unnustu sinni, Línu Birgittu Sigurðardóttur, og áhrifavöldum Atelier í árshátíðarferð til Akureyrar um síðustu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Var út­húðuð af skipu­leggjanda en sigraði í Ung­frú al­heimi

Hin mexíkóska Fátima Bosch Fernández, ungfrú Mexíkó, sigraði í nótt fegurðarkeppnina Ungfrú alheimur, Miss Universe 2025, sem fram fór í Taílandi. Í aðdraganda keppninnar vakti það sérstaklega athygli þegar taílenskur framkvæmdastjóri keppninnar úthúðaði Bosch Fernández og sigaði gæslunni á hana.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta súperstjarna Ís­lands stendur á tíma­mótum

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag. Hún er fortíðin, samtíðin og framtíðin segir Bríet. Ferillinn talar sínu máli hjá Björk sem hefur nýtt frægð sína til að berjast fyrir náttúruvernd og taka upp hanskann fyrir lítilmagnann. Frægðin hefur hins vegar alls ekki alltaf verið dans á rósum.

Lífið