Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég er ekki Schmeichel í dular­gervi“

Senne Lammens hefur heyrt og kann að meta söngva stuðningsmanna Manchester United þar sem honum er líkt við goðsagnakennda markvörðinn Peter Schmeichel, þá kveðst hann vera bara Senne Lammens og að reyna að hjálpa liðinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Harma rasíska og trans­fóbíska grein liðs­félaga Sveindísar

Grein sem fótboltakonan Elizabeth Eddy , liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Angel City, skrifaði í New York Post hefur valdið mikilli óánægju innan liðsins. Þar krafðist Eddy þess að settar yrðu skýrar reglur um að leikmenn úrvalsdeildar kvenna í Bandaríkjunum þyrftu að hafa fæðst með eggjastokka eða gengist undir kynjapróf.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur

Erling Haaland fór í fyrsta sinn á ævinni í grímubúning, í tilefni hrekkjavökuteitis sem hann fór í með Isabel Haugseng Johansen kærustu sinni og barnsmóður. Hann fór í gervi Jókersins og kom íbúum Manchester-borgar skemmtilega á óvart.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö

Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að sjá spænska félagið Barcelona efst á lista yfir þau evrópsku knattspyrnufélög sem skulda mestan pening í dag en mun fleiri eru örugglega hissa á að sjá Tottenham fyrir ofan Manchester United miðað við áhyggjur og aðgerðir Sir Jim Ratcliffe.

Enski boltinn