Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­gjörið: Breiða­blik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópa­vogi

Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hin þaul­reynda Anna Björk heim í KR

Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mark snemma leiks gerði gæfu­muninn

París Saint-Germain leiðir gegn Arsenal eftir 1-0 útisigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á öðrum degi hefði Arsenal skorað að lágmarki eitt mark en að sama skapi fengu gestirnir tækifæri til að bæta við mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi valdið mestum von­brigðum

Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sann­færðir um að FH verði í fallbaráttu

Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Íslenski boltinn