Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Du­plantis bætti heims­metið enn á ný

Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis heldur áfram að bæta heimsmetið í greininni en í dag stökk hann 6,29 metra á móti í Ungverjaldni og bætti þar með eigið met um einn sentimeter.

Sport


Fréttamynd

Fegin að hvítir leik­menn Eng­lands klikkuðu líka á vítum

Jess Carter, leikmaður Evrópumeistara Englands í fótbolta, óttaðist að samherji hennar, Lauren James, yrði fyrir barðinu á stjarnfræðilega miklum kynþáttafordómum ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á sinni spyrnu í vítakeppninni gegn Svíþjóð á EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo trú­lofaður

Cristiano Ronaldo, leikja- og markahæsti landsliðsmaður sögunnar, er trúlofaður. Unnusta hans, Georgina Rodríguez, greindi frá þessu á Instagram í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Sá allra svalasti

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Það er einn maður í sögu deildarinnar sem er einfaldlega svalari en aðrir. Sá heitir Eric Cantona og er í miklu uppáhaldi hjá Henry Birgi Gunnarssyni, líkt og fleirum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bale af golf­vellinum og á skjáinn

Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna og snúið sér nær alfarið að golfi hefur Gareth Bale ákveðið að halda sér í sviðsljósinu með því að semja við TNT Sports. Mun hann vera hluti af teymi fjölmiðilsins í kringum ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ó­reyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“

„Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“

Íslenski boltinn