Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Darren Fletcher segir leikmenn Manchester United enn hafa að miklu að keppa á þessari leiktíð þó að ljóst sé að hún verði sú stysta hjá félaginu síðan fyrir fyrri heimsstyrjöldina, eftir tapið gegn Brighton í ensku bikarkeppninni í dag. Þeir séu hins vegar viðkvæmir. Enski boltinn 11.1.2026 20:32
Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Hamar/Þór varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sig inn í úrslitavikuna í VÍS-bikar kvenna í körfubolta, með sigri gegn Ármanni í æsispennandi leik í Laugardalshöll, 86-82. Körfubolti 11.1.2026 19:55
Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Alfreð Gíslason fagnaði í annað sinn á fjórum dögum gegn Degi Sigurðssyni, þegar lið Þýskalands og Króatíu mættust í seinni vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta. Handbolti 11.1.2026 19:02
Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Fiorentina gerði grátlegt jafntefli við toppbaráttulið AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Albert Guðmundsson lagði upp mark þeirra fjólubláu. Fótbolti 11.1.2026 16:07
Martin öflugur í öruggum sigri Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti glimrandi leik er Alba Berlín vann þægilegan 87-62 sigur á Heidelberg í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 11.1.2026 16:07
Tómas áfram á toppnum Tómas Bent Magnússon spilaði allan leikinn er Hearts vann 1-0 útisigur á Dundee í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hearts spilaði síðari hálfleikinn manni færri. Fótbolti 11.1.2026 16:00
Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Arsenal vann 4-1 sigur á Portsmouth á Fratton Park í 3. umferð FA-bikarsins í fótbolta. Gabriel Martinelli og hornspyrnur Skyttanna reyndust drjúg. Enski boltinn 11.1.2026 13:32
Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Kostum fækkar í varnarlínu Liverpool á Englandi. Conor Bradley mun ekki spila meira á leiktíðinni eftir að hafa meiðst gegn Arsenal á fimmtudaginn var. Enski boltinn 11.1.2026 14:30
Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Leeds United komst í dag áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 3-1 sigur á Derby County á Pride Park. Enski boltinn 11.1.2026 13:55
Grátlegt tap Jóns Axels Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru í strembinni stöðu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Þeir töpuðu heimaleik fyrir sterku liði Joventut Badalona með grátlegum hætti í dag. Körfubolti 11.1.2026 13:33
Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Tónlistarmaðurinn Lil Wayne var ekki ánægður þegar hans menn í Green Bay Packers töpuðu fyrir Chicago Bears eftir hreint ótrúlegan leik í NFL-deildinni í nótt. Leikstjórnandinn Caleb Williams fékk að finna fyrir reiði Waynes. Sport 11.1.2026 12:30
Miðvarðaæði Liverpool Englandsmeistarar Liverpool sanka að sér ungum miðvörðum í unglingalið félagsins á meðan margur hristir hausinn yfir því að félagið styrki ekki varnarlínu aðalliðsins. Enski boltinn 11.1.2026 11:46
Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í 10 kílómetra götuhlaupi um tæpa mínútu í Valencia á Spáni í dag. Sport 11.1.2026 11:10
Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Hegðun þýska framherjans Kevins Behrens í æfingaleik svissneska liðsins Lugano við Viktoria Plzen frá Tékklandi á föstudag er ekki til útflutnings. Hann fór illa með ungan liðsfélaga. Fótbolti 11.1.2026 11:00
Fá nýjan Kana í harða baráttu Njarðvíkingar hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í liðið fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Sá heitir Luwane Pipkins og kemur úr gríska boltanum. Körfubolti 11.1.2026 10:17
Spenna og stórskemmtun Chicago Bears unnu magnaðan sigur á Green Bay Packers á Soldier Field í Chicago í nótt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni. Los Angeles Rams þurfti að hafa fyrir hlutunum. Sport 11.1.2026 09:32
„Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Vetrarstormurinn „Elli“ hafði mikil áhrif á ferðalag þýska handboltalandsliðsins eftir að það hafði unnið Króatíu í Zagreb á fimmtudagskvöld. Handbolti 11.1.2026 09:02
Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Ethan McLeod, sem lést í bílslysi aðeins 21 árs gamall rétt fyrir jól, var Macclesfield-mönnum hugleikinn þegar þeir fögnuðu hreint ótrúlegum sigri utandeildarliðsins á ríkjandi bikarmeisturum Crystal Palace, í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Enski boltinn 11.1.2026 08:02
Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Manchester United á erfiðan leik fyrir höndum í enska bikarnum í fótbolta í dag og topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, glímir við lið sem vann bikarinn fyrr á þessari öld. Þá eru hörkuleikir í úrslitakeppni NFL á dagskrá. Sport 11.1.2026 07:00
Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Nýliðar Ármanns eru í erfiðum málum á botni Bónus-deildar karla í körfubolta en hafa nú fengið til sín bandarískan leikmann sem kynnst hefur deildinni vel í vetur. Körfubolti 10.1.2026 23:15
Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sérfræðingarnir í Bónus Körfuboltakvöldi bentu á athyglisverða truflun frá DeAndre Kane á ögurstundu í leik ÍA og Grindavíkur en talið barst þó fljótt að óheppnum ljósmyndara í salnum. Körfubolti 10.1.2026 22:31
Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Liam Rosenior þurfti aldrei að hafa miklar áhyggjur í sínum fyrsta leik sem þjálfari Chelsea, þegar liðið lagði Charlton að velli í ensku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 10.1.2026 22:04
Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Mohamed Salah er skrefi nær því að vinna sinn fyrsta meistaratitil með Egyptalandi, eftir að liðið sló Fílabeinsströndina út í spennuleik á Afríkumótinu í kvöld. Fótbolti 10.1.2026 20:57
Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Barcelona var nálægt því að setja met þegar liðið tók á móti Hildi Antonsdóttur og stöllum hennar í Madrid CFF í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Þrettán mörk voru skoruð í leiknum. Fótbolti 10.1.2026 20:45