Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Júlíus Magnússon skoraði fyrir Elfsborg í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið varð samt að sætta sig við svekkjandi tap á heimavelli, 2-1, gegn einu af neðstu liðunum, Halmstad. Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í Svíþjóð. Fótbolti 24.8.2025 16:37
Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson átti ljómandi leik fyrir Sönderjyske gegn Víkingsbönunum í Bröndby í dag, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 24.8.2025 16:14
Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Ágúst Elí Björgvinsson vann í dag danska ofurbikarinn með liði Álaborgar og er því strax búinn að bæta titli á ferilskrána eftir óvænta komu til dönsku meistaranna. Handbolti 24.8.2025 15:50
Arnar og Bjarki unnu golfmót Þó að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir séu þekktari fyrir afrek sín tengd fótbolta þá kunna þeir greinilega líka að vinna vel saman í golfi. Golf 24.8.2025 12:15
Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Belgíski markvörðurinn Senne Lammens er ekki í leikmannahópi Antwerpen í dag og nú er útlit fyrir að hann gangi í raðir Manchester United. Í hinum hluta Manchester-borgar færast City-menn nær því að klófesta Gianluigi Donnarumma. Enski boltinn 24.8.2025 11:31
Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Brynjólfur Willumsson hefur byrjað leiktíðina frábærlega með Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta og skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum. Fótbolti 24.8.2025 11:01
Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. Sport 24.8.2025 10:35
Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Hinn kólumbíski Luis Muriel, sem lengi spilaði á Ítalíu og Spáni, átti ansi skrautlega innkomu fyrir Dag Dan Þórhallsson í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Fótbolti 24.8.2025 10:01
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. Sport 24.8.2025 09:31
Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Pólska landsliðið hefur fengið góðan liðstyrk fyrir komandi Evrópumót í körfubolta en hinn bandaríski Jordan Loyd mun leika með liðinu á mótinu. Körfubolti 24.8.2025 08:02
Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bar þar helst til tíðinda að Viktor Gyökeres er byrjaður að skora og Manchester City fataðist heldur betur flugið gegn Tottenham sem hefur tímabilið á fljúgandi ferð. Fótbolti 24.8.2025 07:01
Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Enski boltinn er kominn á fulla ferð og tekur eðli málsins samkvæmt því töluvert pláss á sportrásum Sýnar í dag en það er fullt af allskonar í boði í dag. Sport 24.8.2025 06:03
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. Sport 23.8.2025 23:01
Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er að ganga til liðs við Horsens í dönsku B-deildinni en hann hefur undanfarin misseri leikið með Plymouth Argyle í Englandi. Fótbolti 23.8.2025 22:16
Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Miðvörðurinn María Þórisdóttir sem gekk í raðir Marseille fyrir aðeins fimm dögum síðan er komin aftur heim til Noregs, í það minnsta um stundarsakir, en mikið hefur gengið á í æfingaferð liðsins á Spáni Fótbolti 23.8.2025 20:32
Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. Sport 23.8.2025 19:47
Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sjö mörk í kvöld þegar liðið vann 7-2 stórsigur á Völsungi í Lengjudeildinni. Fótbolti 23.8.2025 19:05
Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Spánarmeistarar Barcelona sóttu nýliða Levante heim í kvöld en meistararnir þurftu að hafa töluvert fyrir sigrinum. Fótbolti 23.8.2025 19:00
Þórsarar á toppinn Þórsarar halda spennustiginu á toppi Lengjudeildar karla í botni en liðið lagði Njarðvík nú rétt í þessu 4-0. Þórsarar tylla sér þar með í 1. sætið en Njarðvíkingar falla niður í það þriðja, tveimur stigum á eftir Þórsurum. Fótbolti 23.8.2025 18:04
Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Leikmannamál Tindastóls voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær en Stólarnir bíða og bíða eftir leikheimild fyrir leikmann sem er löngu kominn til landsins. Fótbolti 23.8.2025 17:05
Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. Enski boltinn 23.8.2025 16:20
Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Dýrasti leikmaður í sögu Brentford, Dango Ouattara, skoraði strax í fyrsta leik sínum fyrir félagið í dag þegar hann gerði sigurmarkið gegn Aston Villa. Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 23.8.2025 16:04
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. Enski boltinn 23.8.2025 16:01
Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Þróttarar eru komnir á topp Lengjudeildar karla í fótbolta, þó aðeins í tvo klukkutíma, í þeirri hörðu barátta sem er í gangi um sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti 23.8.2025 15:59