Fréttamynd

Fóður og fjör Við pollinn

Veitingastaðurinn Við Pollinn á Ísafirði tekur þátt í hátíðinni "Fóður og fjör“ sem haldin verður víðs vegar um land um helgina. Halldór Karl Valsson, annar eigenda veitingastaðarins, segir veitingastaðinn ætla að vera með vestfirska framleiðslu á boðstólum. "Við verðum bara með hráefni sem kemur af svæðinu. Kokkarnir á veitingastaðnum sjá alfarið um matreiðsluna og boðið er upp á lifandi tónlist fyrir matargesti,“ segir Halldór Karl. Er þetta annað árið í röð sem hátíðin er haldin á Ísafirði en á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu og nú vilja veitingastaðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru á þessum tíma árs.

Austurlandið.is
Fréttamynd

Blaðamaður The Observer ástfanginn af Snæfellsnesi

Gemma Bowes, blaðamaður á breska blaðinu The Observer, kom til Íslands á dögunum til þess að vera viðstödd Food & Fun hátíðina. Hún skrifaði ítarlega grein um ferðina sem birtist á vefnum guardian.co.uk undir fyrirsögninni “Stinky fish and fancy dinners” eða “Daunillur fiskur og sparimatur”. Þar lýsir hún jákvæðri reynslu sinni af landinu og matargerðarmenni

Austurlandið.is
Fréttamynd

Food & Fun heppnaðist vel

Húsfyllir var á matarhátíðinni Food & Fun sem fór fram Við Pollinn á Ísafirði um helgina. "Hátíðin heppnaðist mjög vel. Hún gekk alveg snurðulaust fyrir sig og matseðill gestakokksins vakti lukku heimamanna, við höfum allavega ekki orðið varir við annað“, segir Eiríkur Gísli Johansson, annar eigandi veitingarstaðarins. Það var Ingi Þórarinn Friðriksson frá Perlunni sem skrifaði fjórrétta matseðill sem samanstóð af verður marineraðri lúðu, frosnum ávaxtadrykk, nautalund og sítrónuböku í eftirrétt. Matarhátíðin Food & fun, sem myndi útleggjast á íslensku sem Fóður og fjör, hefur á undanförnum árum áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú tóku ellefu veitingastaðir úti á landi þátt í að bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru yfir vetrartímann.

Austurlandið.is
Fréttamynd

Matur og Fjör á Primo um helgina

Mikið er um að vera á veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ um helgina, en þar verður meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson gestakokkur á föstudag og laugardag. Þessi uppákoma er undir yfirskriftinni "Matur og Fjör" og er í tengslum við Food and Fun hátíðina ...

Austurlandið.is
Fréttamynd

Mikil eftirvænting fyrir Food & Fun

Matarhátíðin Food & Fun, sem myndi útleggjast á íslensku sem Fóður og fjör, verður á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði um helgina. "Við erum mjög spenntir en þetta er skemmtileg ný hugmynd. Það er búinn að vera mikill undirbúningur fyrir hátíðina, en við erum búnir að vera að vinna að þessu síðan á áramótum“, segir Eiríkur Gísli Johansson, annar eigandi veitingarstaðarins. Ellefu veitingastaðir hafa tekið sig saman og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætlar að kynna sína menningu og hráefni sem er fáanlegt að vetrarlagi. "Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags og hver staður velur sér einn eða fleiri af þessum dögum. Við verðum með hátíðina á föstudag- og laugardagskvöld en sunnudagurinn er frátekinn fyrir konudag sem verður haldinn hátíðlegur hjá okkur í samstarfi við Blómaturninn“, segir Eiríkur.

Austurlandið.is
Fréttamynd

Fóður og fjör framundan

Hátíðin Fóður og fjör eða Food & Fun verður haldin um allt land helgina 21. til 24. febrúar næstkomandi. Hótel og veitingahús í öllum landsfjórðungum hafa tekið sig saman með þetta skemmtilega verkefni á landsbyggðinni, verða með sérstök tilboð á mat og gistingu og lofa frábærri lífsstílshátíð og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerða sem lífgar mun upp á skammdegið.

Austurlandið.is
Fréttamynd

Fóður og fjör á Vesturlandi

Hátíðin Fóður og fjör eða Food & Fun verður haldin um allt land helgina 21. til 24. febrúar næstkomandi. Hótel og veitingahús í öllum landsfjórðungum hafa tekið sig saman með þetta skemmtilega verkefni á landsbyggðinni, verða með sérstök tilboð á mat og gistingu og lofa frábærri lífsstílshátíð sem lífga mun upp á skammdegið. Vestlendingar eru engir eftirbáta

Austurlandið.is
Fréttamynd

Vill styrkja Food & fun

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar mælir með að bærinn styrki matarhátíðin Fóður og fjör sem haldin verður m.a. á veitingastaðnum Við Pollinn um 50.000 krónur. Rúmlega tugur veitingastaða ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætlar að kynna það sem er að vetrarlagi. Á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú vilja veitingastaðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru á þessum tíma árs. "Atvinnumálanefnd telur um áhugavert verkefni að ræða sem kynnir Ísafjarðarbæ með jákvæðum hætti. Mikilvægt er að verkefnið nái fótfestu þannig að sem flestir veitingastaðir geti tekið þátt í framtíðinni“, segir í bókun atvinnumálanefndar.

Austurlandið.is
Fréttamynd

Fóður og fjör verður Við Pollinn

Veitingastaðurinn Við Pollinn á Ísafirði tekur þátt í hátíðinni "Fóður og fjör“ sem haldin verður víðs vegar um land dagana 21.-24. febrúar. Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið sig saman og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætlar að kynna það sem er að vetrarlagi. Á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú vilja veitingastaðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru á þessum tíma árs.

Austurlandið.is
Fréttamynd

750 nýir íbúar á Keflavíkurflugvelli í haust

Líklegt er að um 750 íbúar verði á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í ágúst þar sem mikil eftirspurn hefur verið í 300 íbúðir þær sem Keilir hefur til umráða. Nú hafa alls borist um 350 umsóknir þannig að greinilegt er að "Vallarlífið" höfðar til margra.

Víkurfréttir