Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sex á slysa­deild og bílarnir óökufærir

Sex voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Garðahraunsvegar og Álftanesvegar í Garðabæ rétt eftir klukkan fjögur síðdegis í gær. Um töluverðan árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann

Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum.

Innlent
Fréttamynd

Hildur hlýtur Ís­lensku bjartsýnisverðlaunin

Hildur Knútsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Álfta­nes­vegi

Tveir fólksbílar skullu saman í árekstri á Álftanesvegi í Garðabæ nú síðdegis. Miklar umferðartafir eru á svæðinu á meðan viðbragsaðilar athafna sig.

Innlent
Fréttamynd

Tvennu vísað úr landi

Erlendum karli og konu hefur verið vísað úr landi og bönnuð endurkoma að ósk Útlendingastofnunar með vísan til laga um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þau voru góðkunningjar lögreglunnar, segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Munu skoða hvort til­efni sé til að hægja á inn­töku nýrra barna

Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­stofnun til­kynnir starfs­manninn til lög­reglu

Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag

Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Mikill á­hugi á fyrsta sæti hjá Við­reisn

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka.

Innlent
Fréttamynd

Stefán vill verða vara­for­maður

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Már vill leiða Sam­fylkingu í Kópa­vogi

Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. 

Innlent
Fréttamynd

Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á naut­gripum sínum

Nautgripabóndi sem fór svo illa með dýr að tugir þeirra drápust eða voru aflífuð hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. Bóndinn hirti meðal annars hvorki um að gefa dýrunum vott eða þurrt.

Innlent
Fréttamynd

Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kveiktur í lyftu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki.

Innlent
Fréttamynd

Segir skyn­sam­legt að anda með nefinu varðandi Græn­land

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Sami odd­viti í fyrsta sinn í tæp þrjá­tíu ár

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar.

Innlent