Fótbolti

Scolari er gamalt fífl

Scolari og Neymar.
Scolari og Neymar. vísir/getty
Það er óhætt að segja að umboðsmaður Neymar sé ekkert allt of ánægður með landsliðsþjálfara Brasilíu sem hann kallar öllum illum nöfnum.

Brasilía steinlá, 7-1, gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM þar sem Neymar var fjarverandi vegna meiðsla.

Umbinn, Wagner Ribeiro, hjólaði í landsliðsþjálfarann Luiz Felipe Scolari eftir leikinn á Twitter og taldi upp nokkur atriði sem áttu að sýna hversu lélegur þjálfari hann væri.

„Eitt: Var þjálfari Portúgal og vann ekki neitt. Tvö: Fór til Chelsea og var rekinn daginn eftir. Þrjú: Fór að þjálfa í Úsbekistan. Fjögur: Kom aftur til Brasilíu. Tók við stórliði Palmeiras og náði að fella þá. Fimm: Fór frá félaginu 56 dögum fyrir lok leiktíðar til að fara ekki niður með félaginu," sagði Ribeiro og hann beið með sprengjuna þar til síðast.

„Sex: Hann er gamalt fífl, viðbjóðslegur og hálfvitalegur svindlari."

Scolari hefur ekki boðist til þess að hætta sem landsliðsþjálfari.


Tengdar fréttir

Neymar hélt að hann væri lamaður

Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag.

Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM

Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×