Enski boltinn

Scholes: United ætti að ná í Cech

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cech kom til Chelsea frá Rennes í Frakklandi fyrir 11 árum.
Cech kom til Chelsea frá Rennes í Frakklandi fyrir 11 árum. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að félagið ætti að næla í Petr Cech ef David De Gea fer til Real Madrid eins og svo margt bendir til.

Sjá einnig: Sjö mögulegir arftakar De Gea hjá Man Utd.

Scholes segir að Cech geti haft svipuð áhrif á lið United og Edwin van der Sar gerði á sínum tíma.

„Ég man eftir áhrifunum sem Edwin van der Sar hafði á félagið þegar hann kom 2005. United hafði verið í vandræðum með að finna afgerandi markvörð síðan Peter Schmeichel fór,“ sagði Scholes.

„Edwin var fullmótaður og tilbúinn þegar hann kom. Hann var búinn að vinna Meistaradeildina og spila í fjögur ár í ensku úrvalsdeildinni með Fulham. Hann endaði á því að spila með okkur í sex góð ár.

„Cech er bara nýorðinn 33 ára. Hann gæti spilað með United í sex ár til viðbótar. United vill vitaskuld ekki missa De Gea en þetta er lausn sem er í boði.“

Cech missti sæti í liði Chelsea til Thibaut Courtois í vetur og fastlega er búist við því að hann yfirgefi herbúðir liðsins sem hann hefur leikið með frá árinu 2004.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×