Erlent

Savile sagður hafa beitt sjúklinga kynferðisofbeldi

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Stutt er síðan að breska lögreglan gaf það út að Savile, sem lést í fyrra, hafi beitt unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi allt frá árinu 1959.
Stutt er síðan að breska lögreglan gaf það út að Savile, sem lést í fyrra, hafi beitt unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi allt frá árinu 1959.
Breski sjónvarpsmaðurinn Jimmy Savile er talinn hafa beitt sjúklinga á Broadmoor geðsjúkrahúsinu í Berkshire kynferðislegu ofbeldi en þar vann hann sem sjálfboðaliði í um áratug.

Stutt er síðan að breska lögreglan gaf það út að Savile, sem lést í fyrra, hafi beitt unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi allt frá árinu 1959. Hann hefur þegar verið sakaður um tólf kynferðisbrot en mál fjörutíu stúlkna og kvenna sem hann kann að hafa brotið gegn eru nú í rannsókn og telur lögregla að fleiri fórnarlömb eigi eftir að stíga fram.

Savile starfaði lengi vel hjá breska ríkissjónvarpinu BBC þar sem hann komst í kynni við mörg fórnarlömb sín sem hafa nú tekið höndum saman og ákveðið að kæra fjölmiðilinn.

Savile var ekki eingöngu frægur fyrir störf sín í útvarpi og sjónvarpi því hann lagði kapp á mannúðarstörf og starfaði við ýmis sjálfboðaliðastörf, þar á meðal á Broadmoor geðsjúkrahúsinu í Berkshire á árunum 1970 til 1980. Á þeim tíma var hann ásakaður um að hafa beitt sjúklinga kynferðisofbeldi en var aldrei gert að víkja frá störfum.

Þess í stað var hann kjörinn til að leiða hóp sem sá um endurskipulagningu á rekstri stofnunarinnar. Breska heilbrigðisráðuneytið hefur nú hafið rannsókn á störfum Savile á sjúkrahúsinu og á því af hverju hann fékk að starfa áfram og í jafn háttsettri stöðu og raun ver vitni þrátt fyrir mjög alvarlegar ásakanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×