Sautján hundruð skuldarar eiga fangelsi yfir höfði sér Þorgils Jónsson skrifar 24. október 2013 00:00 Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira