Sautján hundruð skuldarar eiga fangelsi yfir höfði sér Þorgils Jónsson skrifar 24. október 2013 00:00 Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira