Sanches fékk sér sćti í stúkunni á Goodison og hafđi ţađ huggulegt

 
Enski boltinn
23:30 19. MARS 2016
Anton Ingi Leifsson skrifar

Alexis Sanches var sem fyrr í byrjunarliði Arsenal í dag þegar liðið vann góðan 2-0 sigur á Everton á Goodison Park.

Arsenal var miklu betri aðilinn allan leikinn og þeir Danny Welbeck og Alex Iwobi sáu um markaskorunina, en þetta var fysta mark Iwobi í úrvalsdeildinni.

Þegar fimm mínútur voru eftir gerðist skemmtilegt atvik. Iwobi gaf þá of langa sendingu á Sanches sem endaði með því að hann var kominn upp í stúku.

Hann gerði þó bara vel úr þessu og tyllti sér í stúkuna við mikla kátínu viðstaddra. Hann sat þó bara í nokkrar sekúndur og hélt aftur inn á skömmu síðar.

Myndbandið má sjá hér í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Sanches fékk sér sćti í stúkunni á Goodison og hafđi ţađ huggulegt
Fara efst